Á leið út og nær ekki að bæta 45 ára gamalt markamet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 11:01 Pétur Theodór Árnason kvaddi Gróttu með fernu. vísir/hag Pétur Theodór Árnason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Gróttu og á því ekki lengur möguleika á að slá markametið í næstefstu deild. Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð