Á leið út og nær ekki að bæta 45 ára gamalt markamet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 11:01 Pétur Theodór Árnason kvaddi Gróttu með fernu. vísir/hag Pétur Theodór Árnason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Gróttu og á því ekki lengur möguleika á að slá markametið í næstefstu deild. Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn