Lýðræði í utanríkismálum? Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. september 2021 09:30 Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun