Tveggja ára drengurinn kominn af gjörgæslu Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2021 18:30 Frá gjörgæsludeild Landspítalans. Vísir/Einar Tveggja ára drengur, sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid, er á batavegi. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm en fékk bakteríusýkingu ofan í Covid-sýkinguna. Barnalæknir segir málið eðlilega vekja óhug hjá foreldrum en börn séu þó ekki í meiri hættu en áður. Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira