Tveggja ára drengurinn kominn af gjörgæslu Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2021 18:30 Frá gjörgæsludeild Landspítalans. Vísir/Einar Tveggja ára drengur, sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid, er á batavegi. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm en fékk bakteríusýkingu ofan í Covid-sýkinguna. Barnalæknir segir málið eðlilega vekja óhug hjá foreldrum en börn séu þó ekki í meiri hættu en áður. Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira