Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga Snorri Másson skrifar 16. september 2021 20:30 Finni á Prikinu er að taka við Iðnó og töluverðar breytingar eru fram undan. Stöð 2 Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss. Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð. Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð.
Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira