Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk Snorri Másson skrifar 16. september 2021 21:20 Vilhjálmur Hauksson hefur beitt sér ötult fyrir málefnum barna. Vísir/Sigurjón Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag. Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann. Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann.
Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25
Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52