Engin annarleg sjónarmið, eingöngu fólk sem starfar af heilindum Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 16. september 2021 10:30 Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun