Innlent

Bein út­sending: Heil­brigði 2025

Atli Ísleifsson skrifar
Pallborðsumræður BHM fara fram milli klukkan 10.30 og 12 í dag.
Pallborðsumræður BHM fara fram milli klukkan 10.30 og 12 í dag. BHM

BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands standa fyrir pallborðsumræðum undir heitinu Heilbrigði 2025 í dag.

Pallborðsumræðurnar standa frá 10:30 til 12 og munu þrír ráðherrar og fulltrúar flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga nú í september sitja fyrir svörum.

„Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda er boðað að Ísland verði með heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða árið 2030. Hvernig ætlar næsta ríkisstjórn að nýta kjörtímabilið til að ná þessum markmiðum? Hver verður staðan árið 2025,“ er spurt í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.

Eftirfarandi mæta á fundinn fyrir hönd flokkanna:

  • Framsókn: Ásmundur Einar Daðason
  • Sjálfstæðisflokkur: Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Vinstri græn: Svandís Svavarsdóttir
  • Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson
  • Samfylking: Helga Vala Helgadóttir
  • Píratar: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • Flokkur fólksins: Inga Sæland
  • Sósíalistaflokkurinn: María Pétursdóttir
  • Miðflokkur: Nanna Gunnlaugsdóttir

Þórhildur Þorkelsdóttir, kynningarfulltrúi BHM, er fundarstjóri.

Af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík.Vísir/Vilhelm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×