Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 15. september 2021 22:50 Arnar Gunnlaugs, þjálfari Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með 1-0 sigur á Fylki í 8. umferð Mjókurbikar karla í Árbænum í kvöld. Leikurinn var háspenna, lífshætta frá fyrstu mínútu og kom ekki markið fyrr en í framlengingunni. „Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“ Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“
Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50