Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 15. september 2021 22:50 Arnar Gunnlaugs, þjálfari Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með 1-0 sigur á Fylki í 8. umferð Mjókurbikar karla í Árbænum í kvöld. Leikurinn var háspenna, lífshætta frá fyrstu mínútu og kom ekki markið fyrr en í framlengingunni. „Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“ Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“
Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn