Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. september 2021 15:12 Ellen Egilsdóttir mætir í dómsal ásamt Antoni Kristni Þórarinssyni eftir hádegið í dag. vísir Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. Maðurinn hennar var hnepptur í gæsluvarðhald og síðar farbann vegna rannsóknar málsins en var ekki meðal þeirra ákærðu. Hún, líkt og maðurinn hennar Anton Kristinn, voru kölluð fyrir sem vitni í málinu sem varðar morðið á Armando Beqirai sem Angjelin Sterkaj hefur gengist við. Bæði lýstu Anton og Ellen Angjelin sem nánum fjölskylduvini og sagði Ellen hann alltaf hafa verið til staðar og að börnin þeirra hafi leikið sér saman. Anton og Ellen voru í snjósleðaferð á Sauðárkróki helgina sem Armando var myrtur. Þar hafði Angjelin verið en hann hafði farið til Reykjavíkur laugardaginn örlagaríka en komið til baka daginn eftir. Ekkert grín að saka fólk um svona Ellen kvað langt um liðið og málið hefði reynst henni afar erfitt. Því ætti hún ekki gott með að muna eftir atburðum þegar hún var spurð út í atvik. „Þetta er óljóst fyrir mér í dag og búið að sundra fjölskyldunni minni,“ sagði Ellen. Spurð nánar út í það sagði hún Anton, eiginmann sinn, hafa verið hnepptan í gæsluvarðhald og hún hafi ekki treyst sér til að hafa börnin sín lengur. „Það er ekkert grín að ásaka fólk um svona,“ sagði Ellen og vísaði til ásakana um að Anton ætti aðild að því að Armando hefði verið banað. Fór í felur Ellen sagðist fyrir dómi hafa þurft að fara í felur þegar Anton var í gæsluvarðhaldi. „Lögreglan óskaði, í samstarfi við lögfræðinginn minn, að ég myndi halda kyrru fyrir uppi í sveit,“ sagði Ellen. Spurð hvort hún kannaðist við að fjölskyldan hefði fengið hótanir vegna Lekamálsins svokallaða, þar sem upplýsingar sem lekið var á Internetið í upphafi árs gáfu til kynna að Anton væri upplýsingagjafi hjá lögreglu, sagðist hún ekki hafa heyrt af slíku. Hún sagðist þó vita að einhverjir hefðu ekki verið sáttir eftir að það mál kom upp. „Ég var búin að heyra út undan mér að einhverjir menn í undirheimunum væru ekki sáttir.“ Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Maðurinn hennar var hnepptur í gæsluvarðhald og síðar farbann vegna rannsóknar málsins en var ekki meðal þeirra ákærðu. Hún, líkt og maðurinn hennar Anton Kristinn, voru kölluð fyrir sem vitni í málinu sem varðar morðið á Armando Beqirai sem Angjelin Sterkaj hefur gengist við. Bæði lýstu Anton og Ellen Angjelin sem nánum fjölskylduvini og sagði Ellen hann alltaf hafa verið til staðar og að börnin þeirra hafi leikið sér saman. Anton og Ellen voru í snjósleðaferð á Sauðárkróki helgina sem Armando var myrtur. Þar hafði Angjelin verið en hann hafði farið til Reykjavíkur laugardaginn örlagaríka en komið til baka daginn eftir. Ekkert grín að saka fólk um svona Ellen kvað langt um liðið og málið hefði reynst henni afar erfitt. Því ætti hún ekki gott með að muna eftir atburðum þegar hún var spurð út í atvik. „Þetta er óljóst fyrir mér í dag og búið að sundra fjölskyldunni minni,“ sagði Ellen. Spurð nánar út í það sagði hún Anton, eiginmann sinn, hafa verið hnepptan í gæsluvarðhald og hún hafi ekki treyst sér til að hafa börnin sín lengur. „Það er ekkert grín að ásaka fólk um svona,“ sagði Ellen og vísaði til ásakana um að Anton ætti aðild að því að Armando hefði verið banað. Fór í felur Ellen sagðist fyrir dómi hafa þurft að fara í felur þegar Anton var í gæsluvarðhaldi. „Lögreglan óskaði, í samstarfi við lögfræðinginn minn, að ég myndi halda kyrru fyrir uppi í sveit,“ sagði Ellen. Spurð hvort hún kannaðist við að fjölskyldan hefði fengið hótanir vegna Lekamálsins svokallaða, þar sem upplýsingar sem lekið var á Internetið í upphafi árs gáfu til kynna að Anton væri upplýsingagjafi hjá lögreglu, sagðist hún ekki hafa heyrt af slíku. Hún sagðist þó vita að einhverjir hefðu ekki verið sáttir eftir að það mál kom upp. „Ég var búin að heyra út undan mér að einhverjir menn í undirheimunum væru ekki sáttir.“
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34
Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12
Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20
Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04