Arnór Borg hefur verið að glíma við meiðsli í sumar og hefur aðeins 11 leikir og 40 prósent mínútna í boði hjá liðinu í Pepsi Max deildinni.
Arnór staðfesti það við Fótbolta.net að hann fór á dögunum til London þar sem kom í ljós að hann var kviðslitinn bæði hægra megin og vinstra megin í náranum.
Arnór Borg fór í aðgerð í London vegna langvarandi meiðsla https://t.co/9jjehhWeOo
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 15, 2021
Arnór sagði ennfremur frá því að hann hafi verið að glíma við þetta kviðslit síðan í apríl eða allt tímabilið.
Endurhæfingin eftir aðgerðina mun taka um einn mánuð sem þýðir að tímabilið er búið hjá Arnóri Borg sem heldur upp á 21 árs afmælið sitt á morgun.
Arnór Borg skoraði eitt mark í þessum ellefu deildarleikjum í sumar en hann spilaði síðast með liðinu í ágúst.
Arnór missir ekki aðeins af síðustu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar því hann verður heldur ekki með Fylki í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins eða þá í fleiri bikarleikjum komist Árbæjarliðið áfram.
Fylkismenn hafa ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum og aðeins eitt mark samanlagt í átta leikjum undanfarna tvo mánuði.