Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 13:18 Nýr asparlaus kafli á Austurvegi. Umrædd tré höfðu allir séð sem ekið hafa í gegnum bæinn, þau skildu áður að akreinarnar á Austurvegi fyrir framan Krónuna og Kaffi Krús. Á myndum má sjá að eftir breytingarnar er strax töluvert ólíkt umhorfs á svæðinu. Vísir/Magnús Hlynur Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021 Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021
Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18