Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 13:18 Nýr asparlaus kafli á Austurvegi. Umrædd tré höfðu allir séð sem ekið hafa í gegnum bæinn, þau skildu áður að akreinarnar á Austurvegi fyrir framan Krónuna og Kaffi Krús. Á myndum má sjá að eftir breytingarnar er strax töluvert ólíkt umhorfs á svæðinu. Vísir/Magnús Hlynur Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021 Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021
Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18