Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2021 11:31 Mörgum þótti ósanngjarnt að Sha'Carri Richardson fengi ekki að keppa á Ólympíuleikunum eftir að kannabis greindist í sýni hennar. getty/Patrick Smith Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að bandaríski spretthlauparinn Sha'Carri Richardson missti af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að kannabis fannst í sýni hennar eftir úrtökumót fyrir leikana. Sha'Carri hljóp á sjötta besta tíma sögunnar í 100 metra hlaupi, 10,72 sekúndum, á úrtökumótinu. Eftir að Sha'Carri féll á lyfjaprófinu var tími hennar strokaður út, hún fékk mánaðar bann og missti þar af leiðandi af Ólympíuleikunum. Sha'Carri er upprennandi stjarna í frjálsíþróttum og þótti líkleg til afreka í Tókýó en hún þarf að bíða í þrjú ár eftir því að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Bann Sha'Carri þótti umdeilt, það er að hún hafi verið útilokuð frá Ólympíuleikunum vegna efnis sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni. Bandaríska lyfjaeftirlitið og bandaríska frjálsíþróttasambandið sögðust finna til með Sha'Carri en sögðu jafnframt að þau þyrftu að fylgja reglunum. Alþjóðalyfjaeftirlitið ætlar nú að endurskoða reglurnar um kannabis og hvort það eigi að vera áfram á listanum yfir bannefni. Málið verður tekið fyrir á næsta ári. Sha'Carri sagðist hafa reykt kannabis til að hjálpa sér að takast á við dauða móður sinnar. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fór fram viku eftir andlát hennar. Elaine Thompson-Herah frá Jamaíku vann 100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum. Hún hljóp á 10,61 sekúndum sem er Ólympíumet. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Þessar fréttir koma í kjölfar þess að bandaríski spretthlauparinn Sha'Carri Richardson missti af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að kannabis fannst í sýni hennar eftir úrtökumót fyrir leikana. Sha'Carri hljóp á sjötta besta tíma sögunnar í 100 metra hlaupi, 10,72 sekúndum, á úrtökumótinu. Eftir að Sha'Carri féll á lyfjaprófinu var tími hennar strokaður út, hún fékk mánaðar bann og missti þar af leiðandi af Ólympíuleikunum. Sha'Carri er upprennandi stjarna í frjálsíþróttum og þótti líkleg til afreka í Tókýó en hún þarf að bíða í þrjú ár eftir því að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Bann Sha'Carri þótti umdeilt, það er að hún hafi verið útilokuð frá Ólympíuleikunum vegna efnis sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni. Bandaríska lyfjaeftirlitið og bandaríska frjálsíþróttasambandið sögðust finna til með Sha'Carri en sögðu jafnframt að þau þyrftu að fylgja reglunum. Alþjóðalyfjaeftirlitið ætlar nú að endurskoða reglurnar um kannabis og hvort það eigi að vera áfram á listanum yfir bannefni. Málið verður tekið fyrir á næsta ári. Sha'Carri sagðist hafa reykt kannabis til að hjálpa sér að takast á við dauða móður sinnar. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fór fram viku eftir andlát hennar. Elaine Thompson-Herah frá Jamaíku vann 100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum. Hún hljóp á 10,61 sekúndum sem er Ólympíumet.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira