Leiðinlegu loforðin Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. september 2021 09:31 Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun