Ujah er 27 ára spretthlaupari, en eftir Ólympíuleikana fannst bæði Ostarine og S-23 í blóði hans. Þessi tvö lyf hjálpa til við vöðvauppbyggingu og eru á bannlista. Ostarine hefur svipuð áhrif og testósterón.
Allir íþróttamenn á Ólympíuleikunum gangast undir lyfjapróf, svokallað A-próf, en geta óskað eftir aukaprófi, B-prófi, sem tekið er á sama tíma. Eftir að A-prófið reyndist jákvætt var Ujah settur í bann á meðan að rannsókn fór fram og þá er B-prófið skoðað til að sannreyna niðurstöðurnar.
B-prófið reyndist einnig jákvætt og staðfestir þar með lyfjamisnotkun spretthlauparans. Málið er nú til skoðunnar og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort að allir meðlimir sveitarinnar missi Ólympíusilfrið.
Í reglum Ólympíuleikanna er sérstaklega tekið fram að ef íþróttamaður sem er hluti af boðhlaupssveit gerist sekur um lyfjamisnotkun, ska sveitin sjálfkrafa vera dæmd úr leik, og þar með missa alla þá titla, verðlaun og stig sem sveitin hefur unnið.