Innlent

Af­létta ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Atli Ísleifsson skrifar
Bæði hljóp úr Vestari- og Eystri Skaftárkatli fyrr í mánuðinum.
Bæði hljóp úr Vestari- og Eystri Skaftárkatli fyrr í mánuðinum. Vísir/Egill

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en í síðustu viku var hættustigi aflétt niður á óvissustig og þá um leið opnuðust vegir á svæðinu.

Hættustigi vegna Skaftárhlaups var fyrst komið á 5. september síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×