Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2021 22:22 Hrafn Bjarnason er gæða- og verkefnisstjóri hjá Egersund á Eskifirði. Arnar Halldórsson Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Egersund Ísland á Eskifirði. Upphaflega var það Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, sem stofnaði netaverkstæðið fyrir aldarfjórðungi til að sinna eigin skipaflota. Eskja seldi það síðan og er fyrirtækið núna í eigu framkvæmdastjórans Stefáns Ingvarssonar og Egersund Group í Noregi. Lengst af þjónaði fyrirtækið einkum uppsjávarveiðum og þá var netaverkstæðið fullt af flottrollum og loðnunótum. Í vinnusal Egersund má núna merkja nýjasta vaxtarsprotann, fiskeldið. Laxeldispoki úr sjókví hífður upp í porti netaverkstæðis Egersund.Arnar Halldórsson Laxeldispokar úr sjókvíum eru teknir í land eftir hverja kynslóð, þvegnir og skoðaðir ítarlega og eftir atvikum endurnýjaðir og litaðir. Hjá Egersund var reist bæði litunarhús og þvottastöð til að mæta þessum nýju verkefnum. „Heildarfjárfestingin í kringum þessa viðbót vegna laxeldisins hleypur einhversstaðar á milli 300 og 400 milljónir. Svo það er töluvert mikil vinna sem hefur fylgt því, í uppbyggingu, fyrir iðnaðarmenn og aðra í samfélaginu,“ segir Hrafn Bjarnason, gæða- og verkefnisstjóri. Fyrirtækið sinnir jafnframt tækniþjónustu fyrir laxeldið, eins og við fóðurpramma. Fyrir samfélagið hefur þetta mikla þýðingu því Egersund er einn af stærri vinnustöðum á Eskifirði. „Við erum sextán til sautján, eins og staðan er núna. Þar af eru með beinum hætti að minnsta kosti átta til níu manns sem vinna beint við laxeldið,“ segir Hrafn. Starfsmenn Egersund gera við laxeldispoka.Arnar Halldórsson Þessi viðbót kom inn á sama tíma og loðnan brást. „Loðnuvertíðin hefur staðið undir talsvert mikilli vinnu hjá okkur á hverju ári. Laxeldið kemur inn og má segja jafni ástandið. Þannig að við urðum ekki fyrir vinnutapi.“ Svo vonast þeir auðvitað eftir góðri loðnuvertíð í vetur. „En með aukningu í loðnukvóta þá munum við þurfa að bæta við okkur talsvert af starfsmönnum. Og þá munu þessir átta starfsmenn sem vinna í laxeldinu vera hrein viðbót við það sem áður var,“ segir Hrafn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fiskeldi Fjarðabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. 3. apríl 2021 23:14 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Egersund Ísland á Eskifirði. Upphaflega var það Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, sem stofnaði netaverkstæðið fyrir aldarfjórðungi til að sinna eigin skipaflota. Eskja seldi það síðan og er fyrirtækið núna í eigu framkvæmdastjórans Stefáns Ingvarssonar og Egersund Group í Noregi. Lengst af þjónaði fyrirtækið einkum uppsjávarveiðum og þá var netaverkstæðið fullt af flottrollum og loðnunótum. Í vinnusal Egersund má núna merkja nýjasta vaxtarsprotann, fiskeldið. Laxeldispoki úr sjókví hífður upp í porti netaverkstæðis Egersund.Arnar Halldórsson Laxeldispokar úr sjókvíum eru teknir í land eftir hverja kynslóð, þvegnir og skoðaðir ítarlega og eftir atvikum endurnýjaðir og litaðir. Hjá Egersund var reist bæði litunarhús og þvottastöð til að mæta þessum nýju verkefnum. „Heildarfjárfestingin í kringum þessa viðbót vegna laxeldisins hleypur einhversstaðar á milli 300 og 400 milljónir. Svo það er töluvert mikil vinna sem hefur fylgt því, í uppbyggingu, fyrir iðnaðarmenn og aðra í samfélaginu,“ segir Hrafn Bjarnason, gæða- og verkefnisstjóri. Fyrirtækið sinnir jafnframt tækniþjónustu fyrir laxeldið, eins og við fóðurpramma. Fyrir samfélagið hefur þetta mikla þýðingu því Egersund er einn af stærri vinnustöðum á Eskifirði. „Við erum sextán til sautján, eins og staðan er núna. Þar af eru með beinum hætti að minnsta kosti átta til níu manns sem vinna beint við laxeldið,“ segir Hrafn. Starfsmenn Egersund gera við laxeldispoka.Arnar Halldórsson Þessi viðbót kom inn á sama tíma og loðnan brást. „Loðnuvertíðin hefur staðið undir talsvert mikilli vinnu hjá okkur á hverju ári. Laxeldið kemur inn og má segja jafni ástandið. Þannig að við urðum ekki fyrir vinnutapi.“ Svo vonast þeir auðvitað eftir góðri loðnuvertíð í vetur. „En með aukningu í loðnukvóta þá munum við þurfa að bæta við okkur talsvert af starfsmönnum. Og þá munu þessir átta starfsmenn sem vinna í laxeldinu vera hrein viðbót við það sem áður var,“ segir Hrafn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fiskeldi Fjarðabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. 3. apríl 2021 23:14 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. 3. apríl 2021 23:14
Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45