„Það var bara allt kreisí“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina. Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki. Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur. Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að netglæpir verði sífellt algengari og að aukning hafi verið á þeirri tegund árása þar sem brotamenn fremji litlar árásir og hóti stærri árásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Hann segir að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða þar sem tilgangur glæpasamtaka sé að græða peninga og ítrekar mikilvægi þess að fyrirtæki borgi alls ekki lausnargjald. Skýra þurfi ýmislegt betur í löggjöfinni. Helst þurfi að lögfesta auðkennaþjófnað sem í dag er ekki refsiverður. „Og svo þá að kannski skýra lögin betur. Aðeins nákvæmara tengt þessu. Það er svolítið síðan þessir kaflar voru endurskoðaðir,“ sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Daði Gunnarsson er lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.stöð2 Vegna netárása lá þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja niðri á köflum um helgina sem skapaði álag hjá verslunarmönnum. „Það var bara allt „kreisí,“ sagði Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar á Bíldshöfða. „Eins og gefur að skilja þá mynduðust hérna raðir eftir þessum þremur kössum sem við erum með og það var hasar,“ sagði Sigurgestur Jóhann Rúnarsson, starfsmaður hjá Melabúðinni. Fólki hafi staðið til boða að greiða með millifærslu. „Og auðvitað peningurinn. Það eru auðvitað ekki allir sem ganga á sér með pening á sér dags daglega þannig við buðum fólki að millifæra sem þýddi auðvitað hægari afgreiðsla og tók allt sinn tíma en með samvinnu, þolinmæði og jákvæðni þá gekk þetta,“ sagði Sigurgestur. Á Búllunni bauðst fólki að borga síðar. „Bara komdu að borga á morgun eða hinn. Við höfum oft gert þetta og það hafa alltaf allir komið og borgað og það er ekkert mál,“ sagði Særún. Þurftu einhverjir að skilja vörurnar eftir og labba út sárir? „Já, einhverjir en ekki margir. En það kom fyrir að fólk var ekki með síma og ekki með pening og því lítið hægt að gera,“ sagði Sigurgestur.
Netglæpir Greiðslumiðlun Verslun Netöryggi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira