Það sem ekki er rætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun