Breiðablik og heimavöllurinn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 13. september 2021 10:31 Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. Þar eru auk Breiðabliks ekki ómerkari félög en Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Arsenal, Bayern og Lyon. Ljóst er að Breiðablik þarf að spila vel gegn þessum bestu liðum álfunnar og þar skiptir heimavöllurinn miklu máli. Það er því dapurlegt til þess að vita að svo gæti farið að þær fái ekki að spila á Kópavogsvelli vegna ófullkominna aðstæðna. Sér í lagi vegna þess að það hefði aðeins þurft smá framsýni bæjarfulltrúa í Kópavogi til að svo hefði getað orðið. Flóðljósin uppfylla ekki kröfur Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. "Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux. Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.“ Skammsýni Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA. Það er hlutverk sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir íþróttafélögin. Í mörgum tilfellum hefur vel tekist til hjá Kópavogi, en í þessu tilfelli var það skammsýnin sem hafði yfirhöndina. Ef og hefði Þetta hefur haft í för með sér að karlalið Breiðabliks þurfti að leika á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í Evrópukeppninni og féll úr keppni. Það má alveg leiða líkum að því að karlaliðið hefði komist áfram í næstu umferð ef liðið hefði leikið á sínum heimavelli enda þekkt að heimavöllurinn skiptir máli. Ef karlaliðið hefði komist áfram væru miljónatugir króna að streyma í kassann. Hver sigur Breiðabliks í Meistaradeild kvenna skilar milljónum í kassann og sigurlíkur auðvitað meiri ef leikið verður á heimavelli. Framtíðin Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli. Það má því segja að bæjarráðið hafi sparað aurinn en hent krónunni í ákvarðanatöku sinni við uppbyggingu flóðljósanna á Kópavogsvelli. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. Þar eru auk Breiðabliks ekki ómerkari félög en Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Arsenal, Bayern og Lyon. Ljóst er að Breiðablik þarf að spila vel gegn þessum bestu liðum álfunnar og þar skiptir heimavöllurinn miklu máli. Það er því dapurlegt til þess að vita að svo gæti farið að þær fái ekki að spila á Kópavogsvelli vegna ófullkominna aðstæðna. Sér í lagi vegna þess að það hefði aðeins þurft smá framsýni bæjarfulltrúa í Kópavogi til að svo hefði getað orðið. Flóðljósin uppfylla ekki kröfur Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. "Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux. Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.“ Skammsýni Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA. Það er hlutverk sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir íþróttafélögin. Í mörgum tilfellum hefur vel tekist til hjá Kópavogi, en í þessu tilfelli var það skammsýnin sem hafði yfirhöndina. Ef og hefði Þetta hefur haft í för með sér að karlalið Breiðabliks þurfti að leika á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í Evrópukeppninni og féll úr keppni. Það má alveg leiða líkum að því að karlaliðið hefði komist áfram í næstu umferð ef liðið hefði leikið á sínum heimavelli enda þekkt að heimavöllurinn skiptir máli. Ef karlaliðið hefði komist áfram væru miljónatugir króna að streyma í kassann. Hver sigur Breiðabliks í Meistaradeild kvenna skilar milljónum í kassann og sigurlíkur auðvitað meiri ef leikið verður á heimavelli. Framtíðin Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli. Það má því segja að bæjarráðið hafi sparað aurinn en hent krónunni í ákvarðanatöku sinni við uppbyggingu flóðljósanna á Kópavogsvelli. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar