Hávaxnasti Ólympíumeistari sögunnar vann gullið sitjandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 12:30 Morteza Mehrzad sýnir Ólympíugullið með liðsfélögum sínum. Getty/Tasos Katopodis Morteza Mehrzadselakjani vann gull á Ólympíumóti fatlaðra á dögunum en hann var í aðalhlutverki í íþróttinni þar sem Íranar hafa mikla yfirburði. Mehrzadselakjani fer ekkert framhjá neinum en hann er næsthávaxnasti maður í heimi og mælist tveir metrar og 46 sentimetrar á hæð. Hann hjálpaði aftur á móti þjóð sinni að vinna Ólympíugullið sitjandi. Mehrzadselakjani, sem er jafnan kallaður Mehrzad, vann gullið í sitjandi blaki með félögum sínum í íranska landsliðinu. Íran vann Rússa 3-1 (25-21 25-14 19-25 25-17) í úrslitaleiknum. Þetta voru sjöundu gullverðlaun Írana í greinnni frá árinu 1988 og Mehrzad vann þarna sitt annað gull því hann var líka með í Ríó fyrir fimm árum. (CNN) - The tallest Paralympian in history and the joint-second tallest man in the world, #MortezaMehrzadselakjani, better known as Mehrzad, helped #Iran successfully defend its #Paralympic title on Saturday with a 3-1 victory against the #RPC #volleyballhttps://t.co/G9xcBjQCd5— Kayhan Life (@KayhanLife) September 6, 2021 Rússar réðu ekkert við smössin frá Mehrzad sem skoraði alls 28 stig í leiknum en næststigahæsti maðurinn í íranska liðinu var með 17 stig. 25 af 28 stigum Mehrzad komu með smössum. Mehrzad er nú 33 ára gamall en hann byrjaði bara að spila þessa íþrótt aðeins sex mánuðum fyrir leikana í Ríó árið 2016 þá orðinn 28 ára. „Áður en ég fór að spila sitjandi blak þá sat ég bara heima hjá mér af því að ég skammaðist mín fyrir hæðina,“ sagði Morteza Mehrzadselakjani í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Bosníu í undanúrslitaleiknum. „Ég fór í sjónvarpsviðtal og eftir það bauð blaksambandið mér að koma og þetta voru eins konar galdrar. Þetta breytti lífi mínu mikið,“ sagði Mehrzad. Back-to-back sitting volleyball Paralympic golds for Iran Morteza Mehrzadselakjani, the joint-second tallest man in the world at 8ft 1in, joins the celebrations #Tokyo2020 #C4Paralympics pic.twitter.com/4tRsPXJkdn— C4 Paralympics (@C4Paralympics) September 4, 2021 Mehrzad situr vissulega á gólfinu en þegar hann teygir hendurnar upp þá eru þær í 182 sentimetra hæð og mjög hátt yfir netinu. Mehrzad þykir samt óþægilegt að fá svona mikla athygli í samanburði við liðsfélaga sína. „Það er mjög erfitt fyrir mig, sagði Mehrzad. Hann mjaðmagrindarbrotnaði í hjólaslysi sem táningur og eftir það hætti hægri fótur hans að vaxa. Hann er því styttri en sá vinstri sem gerir Mehrzad mjög erfitt með gang. „Ég er bara hávaxnari en aðrir leikmenn liðsins. Allt liðið er mjög mikilvægt og þeir skila allir sínum hlutverkum vel. Ég er bara liðsmaður sem reyni að gera mitt vel. Ég veit samt að líkamsburðir mínir eru mikilvægir fyrir sitjandi blak og ég reyni bara að nýta mér þá,“ sagði Mehrzad. Morteza Mehrzad nær hér einu góðu smassi.Getty/Tasos Katopodis Ólympíumót fatlaðra Blak Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Mehrzadselakjani fer ekkert framhjá neinum en hann er næsthávaxnasti maður í heimi og mælist tveir metrar og 46 sentimetrar á hæð. Hann hjálpaði aftur á móti þjóð sinni að vinna Ólympíugullið sitjandi. Mehrzadselakjani, sem er jafnan kallaður Mehrzad, vann gullið í sitjandi blaki með félögum sínum í íranska landsliðinu. Íran vann Rússa 3-1 (25-21 25-14 19-25 25-17) í úrslitaleiknum. Þetta voru sjöundu gullverðlaun Írana í greinnni frá árinu 1988 og Mehrzad vann þarna sitt annað gull því hann var líka með í Ríó fyrir fimm árum. (CNN) - The tallest Paralympian in history and the joint-second tallest man in the world, #MortezaMehrzadselakjani, better known as Mehrzad, helped #Iran successfully defend its #Paralympic title on Saturday with a 3-1 victory against the #RPC #volleyballhttps://t.co/G9xcBjQCd5— Kayhan Life (@KayhanLife) September 6, 2021 Rússar réðu ekkert við smössin frá Mehrzad sem skoraði alls 28 stig í leiknum en næststigahæsti maðurinn í íranska liðinu var með 17 stig. 25 af 28 stigum Mehrzad komu með smössum. Mehrzad er nú 33 ára gamall en hann byrjaði bara að spila þessa íþrótt aðeins sex mánuðum fyrir leikana í Ríó árið 2016 þá orðinn 28 ára. „Áður en ég fór að spila sitjandi blak þá sat ég bara heima hjá mér af því að ég skammaðist mín fyrir hæðina,“ sagði Morteza Mehrzadselakjani í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Bosníu í undanúrslitaleiknum. „Ég fór í sjónvarpsviðtal og eftir það bauð blaksambandið mér að koma og þetta voru eins konar galdrar. Þetta breytti lífi mínu mikið,“ sagði Mehrzad. Back-to-back sitting volleyball Paralympic golds for Iran Morteza Mehrzadselakjani, the joint-second tallest man in the world at 8ft 1in, joins the celebrations #Tokyo2020 #C4Paralympics pic.twitter.com/4tRsPXJkdn— C4 Paralympics (@C4Paralympics) September 4, 2021 Mehrzad situr vissulega á gólfinu en þegar hann teygir hendurnar upp þá eru þær í 182 sentimetra hæð og mjög hátt yfir netinu. Mehrzad þykir samt óþægilegt að fá svona mikla athygli í samanburði við liðsfélaga sína. „Það er mjög erfitt fyrir mig, sagði Mehrzad. Hann mjaðmagrindarbrotnaði í hjólaslysi sem táningur og eftir það hætti hægri fótur hans að vaxa. Hann er því styttri en sá vinstri sem gerir Mehrzad mjög erfitt með gang. „Ég er bara hávaxnari en aðrir leikmenn liðsins. Allt liðið er mjög mikilvægt og þeir skila allir sínum hlutverkum vel. Ég er bara liðsmaður sem reyni að gera mitt vel. Ég veit samt að líkamsburðir mínir eru mikilvægir fyrir sitjandi blak og ég reyni bara að nýta mér þá,“ sagði Mehrzad. Morteza Mehrzad nær hér einu góðu smassi.Getty/Tasos Katopodis
Ólympíumót fatlaðra Blak Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira