Hávaxnasti Ólympíumeistari sögunnar vann gullið sitjandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 12:30 Morteza Mehrzad sýnir Ólympíugullið með liðsfélögum sínum. Getty/Tasos Katopodis Morteza Mehrzadselakjani vann gull á Ólympíumóti fatlaðra á dögunum en hann var í aðalhlutverki í íþróttinni þar sem Íranar hafa mikla yfirburði. Mehrzadselakjani fer ekkert framhjá neinum en hann er næsthávaxnasti maður í heimi og mælist tveir metrar og 46 sentimetrar á hæð. Hann hjálpaði aftur á móti þjóð sinni að vinna Ólympíugullið sitjandi. Mehrzadselakjani, sem er jafnan kallaður Mehrzad, vann gullið í sitjandi blaki með félögum sínum í íranska landsliðinu. Íran vann Rússa 3-1 (25-21 25-14 19-25 25-17) í úrslitaleiknum. Þetta voru sjöundu gullverðlaun Írana í greinnni frá árinu 1988 og Mehrzad vann þarna sitt annað gull því hann var líka með í Ríó fyrir fimm árum. (CNN) - The tallest Paralympian in history and the joint-second tallest man in the world, #MortezaMehrzadselakjani, better known as Mehrzad, helped #Iran successfully defend its #Paralympic title on Saturday with a 3-1 victory against the #RPC #volleyballhttps://t.co/G9xcBjQCd5— Kayhan Life (@KayhanLife) September 6, 2021 Rússar réðu ekkert við smössin frá Mehrzad sem skoraði alls 28 stig í leiknum en næststigahæsti maðurinn í íranska liðinu var með 17 stig. 25 af 28 stigum Mehrzad komu með smössum. Mehrzad er nú 33 ára gamall en hann byrjaði bara að spila þessa íþrótt aðeins sex mánuðum fyrir leikana í Ríó árið 2016 þá orðinn 28 ára. „Áður en ég fór að spila sitjandi blak þá sat ég bara heima hjá mér af því að ég skammaðist mín fyrir hæðina,“ sagði Morteza Mehrzadselakjani í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Bosníu í undanúrslitaleiknum. „Ég fór í sjónvarpsviðtal og eftir það bauð blaksambandið mér að koma og þetta voru eins konar galdrar. Þetta breytti lífi mínu mikið,“ sagði Mehrzad. Back-to-back sitting volleyball Paralympic golds for Iran Morteza Mehrzadselakjani, the joint-second tallest man in the world at 8ft 1in, joins the celebrations #Tokyo2020 #C4Paralympics pic.twitter.com/4tRsPXJkdn— C4 Paralympics (@C4Paralympics) September 4, 2021 Mehrzad situr vissulega á gólfinu en þegar hann teygir hendurnar upp þá eru þær í 182 sentimetra hæð og mjög hátt yfir netinu. Mehrzad þykir samt óþægilegt að fá svona mikla athygli í samanburði við liðsfélaga sína. „Það er mjög erfitt fyrir mig, sagði Mehrzad. Hann mjaðmagrindarbrotnaði í hjólaslysi sem táningur og eftir það hætti hægri fótur hans að vaxa. Hann er því styttri en sá vinstri sem gerir Mehrzad mjög erfitt með gang. „Ég er bara hávaxnari en aðrir leikmenn liðsins. Allt liðið er mjög mikilvægt og þeir skila allir sínum hlutverkum vel. Ég er bara liðsmaður sem reyni að gera mitt vel. Ég veit samt að líkamsburðir mínir eru mikilvægir fyrir sitjandi blak og ég reyni bara að nýta mér þá,“ sagði Mehrzad. Morteza Mehrzad nær hér einu góðu smassi.Getty/Tasos Katopodis Ólympíumót fatlaðra Blak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Mehrzadselakjani fer ekkert framhjá neinum en hann er næsthávaxnasti maður í heimi og mælist tveir metrar og 46 sentimetrar á hæð. Hann hjálpaði aftur á móti þjóð sinni að vinna Ólympíugullið sitjandi. Mehrzadselakjani, sem er jafnan kallaður Mehrzad, vann gullið í sitjandi blaki með félögum sínum í íranska landsliðinu. Íran vann Rússa 3-1 (25-21 25-14 19-25 25-17) í úrslitaleiknum. Þetta voru sjöundu gullverðlaun Írana í greinnni frá árinu 1988 og Mehrzad vann þarna sitt annað gull því hann var líka með í Ríó fyrir fimm árum. (CNN) - The tallest Paralympian in history and the joint-second tallest man in the world, #MortezaMehrzadselakjani, better known as Mehrzad, helped #Iran successfully defend its #Paralympic title on Saturday with a 3-1 victory against the #RPC #volleyballhttps://t.co/G9xcBjQCd5— Kayhan Life (@KayhanLife) September 6, 2021 Rússar réðu ekkert við smössin frá Mehrzad sem skoraði alls 28 stig í leiknum en næststigahæsti maðurinn í íranska liðinu var með 17 stig. 25 af 28 stigum Mehrzad komu með smössum. Mehrzad er nú 33 ára gamall en hann byrjaði bara að spila þessa íþrótt aðeins sex mánuðum fyrir leikana í Ríó árið 2016 þá orðinn 28 ára. „Áður en ég fór að spila sitjandi blak þá sat ég bara heima hjá mér af því að ég skammaðist mín fyrir hæðina,“ sagði Morteza Mehrzadselakjani í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Bosníu í undanúrslitaleiknum. „Ég fór í sjónvarpsviðtal og eftir það bauð blaksambandið mér að koma og þetta voru eins konar galdrar. Þetta breytti lífi mínu mikið,“ sagði Mehrzad. Back-to-back sitting volleyball Paralympic golds for Iran Morteza Mehrzadselakjani, the joint-second tallest man in the world at 8ft 1in, joins the celebrations #Tokyo2020 #C4Paralympics pic.twitter.com/4tRsPXJkdn— C4 Paralympics (@C4Paralympics) September 4, 2021 Mehrzad situr vissulega á gólfinu en þegar hann teygir hendurnar upp þá eru þær í 182 sentimetra hæð og mjög hátt yfir netinu. Mehrzad þykir samt óþægilegt að fá svona mikla athygli í samanburði við liðsfélaga sína. „Það er mjög erfitt fyrir mig, sagði Mehrzad. Hann mjaðmagrindarbrotnaði í hjólaslysi sem táningur og eftir það hætti hægri fótur hans að vaxa. Hann er því styttri en sá vinstri sem gerir Mehrzad mjög erfitt með gang. „Ég er bara hávaxnari en aðrir leikmenn liðsins. Allt liðið er mjög mikilvægt og þeir skila allir sínum hlutverkum vel. Ég er bara liðsmaður sem reyni að gera mitt vel. Ég veit samt að líkamsburðir mínir eru mikilvægir fyrir sitjandi blak og ég reyni bara að nýta mér þá,“ sagði Mehrzad. Morteza Mehrzad nær hér einu góðu smassi.Getty/Tasos Katopodis
Ólympíumót fatlaðra Blak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira