Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum fyrr í kvöld en hin þrjú unnu örugga sigra í kvöld.
Njarðvík vann það sem á endanum var öruggur sigur gegn Haukum, 93-61 lokatölur. Fotios Lampropoulos var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 21 stig. Dedrick Deon Basile skoraði 13 stig og gaf 11 stoðsendingar.
ÍR pakkaði Sindra safn á Höfn í Hornafirði, lokatölur 91-66 gestunum úr Breiðholti í vil. Sigvaldi Eggertsson fór gjörsamlega á kostum í liði ÍR. Hann skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Collin Pryor kom þar á eftir með 15 stig.
Þá vann Tindastóll góðan sigur á Keflavík á Sauðárkrók, lokatölur 84-67. Javon Anthony Bess var stigahæstur hjá heimamönnum með 20 stig. Þar á eftir komu Pétur Rúnar Birgisson og Taiwo Hassan Badmus með 15 stig hvor. Jaka Brodnik skoraði 21 stig í liði Keflavíkur.