Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2021 20:11 Guðný Emilíana Tórshamar var ein af stelpunum, sem sá um að myndskreyta ruslatunnurnar í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar. Vestmanneyingar virðast eiga lausn á öllum málum og eru oftar en ekki frumlegir þegar það þarf að bregðast við einhverju, sem þeir eru ekki sáttir við. Ruslatunnur Vestmannaeyjabæjar sem eru á ljósastaurum víðs vegar í bænum eru hefðbundnar ruslatunnur eins og sjást svo víða um land. Eyjamenn vildu láta sínar tunnur skera sig úr og því var ákveðið að myndskreyta þær í sumar og tókst verkefnið frábærlega. Þrjár listrænar stelpur unnu verkið í sumarstarfi hjá bænum. „Já, við tókum grænu tunnurnar og lífguðum upp á þær með því að myndskreyta þær, hafa þetta svolítið fjölbreytt í staðinn fyrir að hafa bara grænar tunnur út í bæ. Þetta er mest fígúrur og dýr, allt litríkt, sem vakið hefur mikla athygli,“ segir Guðný Emilíana Tórshamar, sem er ein af þeim, sem myndskreytti tunnurnar. Fjórar ruslatunnur, sem eiga eftir að fara á ljósastaura og bíða spenntir eftir að fá rusl ofan í sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Tunnurnar vekja mikla athygli og mikla lukku, það er mikil ánægja með þetta verkefni okkar. Við höfum séð að fólk setur rusl miklu meira í tunnurnar og miklu frekar þegar þær eru svo áberandi og aðlaðandi,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar alsæll með tunnurnar. Óskar Guðjón með eina tunnuna en hann segir að verkefnið hafi heppnast einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Vestmanneyingar virðast eiga lausn á öllum málum og eru oftar en ekki frumlegir þegar það þarf að bregðast við einhverju, sem þeir eru ekki sáttir við. Ruslatunnur Vestmannaeyjabæjar sem eru á ljósastaurum víðs vegar í bænum eru hefðbundnar ruslatunnur eins og sjást svo víða um land. Eyjamenn vildu láta sínar tunnur skera sig úr og því var ákveðið að myndskreyta þær í sumar og tókst verkefnið frábærlega. Þrjár listrænar stelpur unnu verkið í sumarstarfi hjá bænum. „Já, við tókum grænu tunnurnar og lífguðum upp á þær með því að myndskreyta þær, hafa þetta svolítið fjölbreytt í staðinn fyrir að hafa bara grænar tunnur út í bæ. Þetta er mest fígúrur og dýr, allt litríkt, sem vakið hefur mikla athygli,“ segir Guðný Emilíana Tórshamar, sem er ein af þeim, sem myndskreytti tunnurnar. Fjórar ruslatunnur, sem eiga eftir að fara á ljósastaura og bíða spenntir eftir að fá rusl ofan í sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Tunnurnar vekja mikla athygli og mikla lukku, það er mikil ánægja með þetta verkefni okkar. Við höfum séð að fólk setur rusl miklu meira í tunnurnar og miklu frekar þegar þær eru svo áberandi og aðlaðandi,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar alsæll með tunnurnar. Óskar Guðjón með eina tunnuna en hann segir að verkefnið hafi heppnast einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira