Gettóhverfi Sósíalista og ESB flokkanna Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 11. september 2021 18:00 Ég bý í Danmörku og það er tími til kominn að Íslendingar fái að vita sannleikann um sósíalistaríkið Danmörku innan ESB. Fátæktargildra Sósíalista Sósíalistar á Íslandi vilja byggja 30 þúsund leiguíbúðir að fyrirmynd Dana. Danir hafa vissulega byggt margar leiguíbúðir en það hefur ekki leitt til jöfnuðar heldur er þetta fátæktargildra sem Sósíalistar eru að boða. Einungis 45% Danskra heimila fær greiðslumat til að kaupa eigið húsnæði, auðvitað þarf þá mikið af leiguíbúðum. Hefur þetta fækkað leiguíbúðum í einkaeigu? Nei aldeilis ekki. Til að mynda á einn verktaki hér í mínum bæ (jafn stór og Kópavogur) hátt í 200 leiguíbúðir og ef allt er tekið saman eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila hér í bæ fleiri hundruð. Þannig er það um alla Danmörku því heilt yfir eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila á bilinu 7-10% allra íbúða. Það er því ástæða fyrir því að stór hluti Dana neyðist til að búa í leiguíbúð en ekki almennur vilji. Sjálfsagt einhver hluti sem vill en alls ekki 55% heimila. Að auki þá hafa byggst upp hverfi þar sem fólk hefur fests í fátæktargildru og félagsmálapakka, hin frægu Gettóhverfi Dana og nú síðustu 10 ár hafa Danir þurft að taka á sínum stóra til að snúa þessari þróun við með því að rífa heilu hverfin og selja íbúðir, endurtek selja íbúðir. Nú er meira að segja orðið þannig að glæpir í þessum hverfum fá hærri refsingu en utan þess. Innflytjendur eru í enn verri stöðu og festast í þessum gettóhverfum og þeir þrír stjórnmálaflokkar í Danmörku sem mest gera út á útlendingaandúð benda síðan á það sem vanda innflytjenda en átta sig ekki á að vandinn er heimatilbúin sósíalísk fátæktargildra. Meðan 45% Danskra heimila er í einkaeigu þá búa 87% íslenskra heimila í eigin húsnæði og ekki nóg með það heldur hefur Íbúðalánasjóður gert skoðanakönnun á meðal íslenskra leigjenda og vildu einungis 9% þeirra sem eru á leigumarkaði vera þar… það jafngildir 1% allra Íslendinga….Heildarfjöldi íbúða á Íslandi eru 150 þúsund. Má ætla að heilsársbúseta sé í 140 þúsund þeirra og þar af eru því ca 18 þúsund leiguíbúðir. Fjöldi leiguíbúða eru námsmannaíbúðir, félagsmálaíbúðir og svo eru íbúðir hjá byggingafélögum eins og Brynju… Leiguíbúðir í eigu einkaaðila (einstaklingar og fyrirtæki) eru því líklega milli 5-10 þúsund eða kringum 5%. Fyrir þennan hóp ætla Sósíalistar að byggja 30 þúsund íbúðir. Ef allir sem vildu eiga íbúð gætu keypt þá þyrfti einungis rúmlega eitt þúsund leiguíbúðir á öllu landinu. Aðferð sósíalista mun leiða til þess að útiloka fólk frá því að eignast eigin íbúð og festa töluvert fleiri í viðjum leigufátæktar þar sem þú leigir alla ævi en situr eftir algjörlega eignalaus, meðan hinir efnameiri eiga sína íbúð skuld litla eða skuld lausa við upphaf lífeyristöku. Það er draumur kapitalsins, því hver haldið þið að láni leigufélögunum peninga? Það sem ESB sinnar vilja ekki að þú vitir En þá kemur að stóru spurningunni, hvers vegna eiga einungis 45% Danskra heimila eigið húsnæði? Hvers vegna mega 55% Dana ekki kaupa sér eign? Jú vegna þess að þeir fá ekki greiðslumat. Getur verið að þessir frábæru vextir sem Píratar, Samfylking og Viðreisn tala um séu ekki svona lágir eða ekki í boði fyrir alla? Það er nefnilega staðreynd að 30 ára húsnæðislán sem auglýst eru með föstum 1% vöxtum hjá dönskum bönkum eru einfaldlega dýrari en það er af því danskir bankar leggja ekki kostnað inn í vextina eins og á Íslandi, heldur leggja kostnaðinn eftir á ofan á og því er raunverulegur árlegur lántökukostnaður á ódýru húsnæðiláni milli 2,5% og 3,0% öll þessi 30 ár. Vissulega lægra en á hjá íslenskum bönkum en danskir bankar meta áhættu hjá dönskum húsnæðismarkaði minni þar sem það er einungis eigna- og tekjumeira fólk sem getur fest kaup á húsnæði. En stærsta hindrunin er hins vegar sú að afskaplega fáir Danir standast greiðslumat en þumalputta reglan er að lánsfjárhæðin er að hámarki þreföld árslaun að frátöldum öðrum lánum. Heimili með heildar mánaðalaun fyrir skatt upp á 600 þúsund íslenskar mætti því ekki kaupa dýrari eign en 21 miljón ef hún skuldaði ekkert fyrir. Þeir sem svo búa á landsbyggðinni í Danmörku fá síðan oft ekki 80% lán heldur einungis 60% og á einstaka svæðum fá bara ekki þessu lágu húsnæðislán. Hefðum við ekki slitið sambandi við Dani þá ætti helmingur íbúðareigenda á Íslandi ekki eigið húsnæði í dag og Íslendingar með laun undir meðaltekjum á Íslandi ættu því ekki kost á að kaupa sér húsnæði. Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir okkar afkomendur? Stefna Sósíalista, Pírata, Samfylkingu og Viðreisnar fyrir þessar kosningar er því að bjóða stærstum hluta þjóðarinnar fátæktargildru en hinum ríkari enn meira ríkidæmi. Við skulum því bara kalla Danmörk það sem hún er: Danmörk er sósíalískur draumur hinna efnameiri. Hafir þú þegar kosið þessa flokka getur þú alltaf farið og kosið aftur, það má ekki gerast að við látum þessa framtíð yfir okkur ganga. Er ekki nær að hjálpa fleirum að eignast sitt eigið húsnæði? Það gerum við ekki inn í ESB með þeirra gettóhverfi og lán sem eru bara í boði fyrir þá efnameiri. Höfundur er tæknifræðingur og verktaki í Danmörku. Einnig húsnæðiseigandi og því hluti 45% hópsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í Danmörku og það er tími til kominn að Íslendingar fái að vita sannleikann um sósíalistaríkið Danmörku innan ESB. Fátæktargildra Sósíalista Sósíalistar á Íslandi vilja byggja 30 þúsund leiguíbúðir að fyrirmynd Dana. Danir hafa vissulega byggt margar leiguíbúðir en það hefur ekki leitt til jöfnuðar heldur er þetta fátæktargildra sem Sósíalistar eru að boða. Einungis 45% Danskra heimila fær greiðslumat til að kaupa eigið húsnæði, auðvitað þarf þá mikið af leiguíbúðum. Hefur þetta fækkað leiguíbúðum í einkaeigu? Nei aldeilis ekki. Til að mynda á einn verktaki hér í mínum bæ (jafn stór og Kópavogur) hátt í 200 leiguíbúðir og ef allt er tekið saman eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila hér í bæ fleiri hundruð. Þannig er það um alla Danmörku því heilt yfir eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila á bilinu 7-10% allra íbúða. Það er því ástæða fyrir því að stór hluti Dana neyðist til að búa í leiguíbúð en ekki almennur vilji. Sjálfsagt einhver hluti sem vill en alls ekki 55% heimila. Að auki þá hafa byggst upp hverfi þar sem fólk hefur fests í fátæktargildru og félagsmálapakka, hin frægu Gettóhverfi Dana og nú síðustu 10 ár hafa Danir þurft að taka á sínum stóra til að snúa þessari þróun við með því að rífa heilu hverfin og selja íbúðir, endurtek selja íbúðir. Nú er meira að segja orðið þannig að glæpir í þessum hverfum fá hærri refsingu en utan þess. Innflytjendur eru í enn verri stöðu og festast í þessum gettóhverfum og þeir þrír stjórnmálaflokkar í Danmörku sem mest gera út á útlendingaandúð benda síðan á það sem vanda innflytjenda en átta sig ekki á að vandinn er heimatilbúin sósíalísk fátæktargildra. Meðan 45% Danskra heimila er í einkaeigu þá búa 87% íslenskra heimila í eigin húsnæði og ekki nóg með það heldur hefur Íbúðalánasjóður gert skoðanakönnun á meðal íslenskra leigjenda og vildu einungis 9% þeirra sem eru á leigumarkaði vera þar… það jafngildir 1% allra Íslendinga….Heildarfjöldi íbúða á Íslandi eru 150 þúsund. Má ætla að heilsársbúseta sé í 140 þúsund þeirra og þar af eru því ca 18 þúsund leiguíbúðir. Fjöldi leiguíbúða eru námsmannaíbúðir, félagsmálaíbúðir og svo eru íbúðir hjá byggingafélögum eins og Brynju… Leiguíbúðir í eigu einkaaðila (einstaklingar og fyrirtæki) eru því líklega milli 5-10 þúsund eða kringum 5%. Fyrir þennan hóp ætla Sósíalistar að byggja 30 þúsund íbúðir. Ef allir sem vildu eiga íbúð gætu keypt þá þyrfti einungis rúmlega eitt þúsund leiguíbúðir á öllu landinu. Aðferð sósíalista mun leiða til þess að útiloka fólk frá því að eignast eigin íbúð og festa töluvert fleiri í viðjum leigufátæktar þar sem þú leigir alla ævi en situr eftir algjörlega eignalaus, meðan hinir efnameiri eiga sína íbúð skuld litla eða skuld lausa við upphaf lífeyristöku. Það er draumur kapitalsins, því hver haldið þið að láni leigufélögunum peninga? Það sem ESB sinnar vilja ekki að þú vitir En þá kemur að stóru spurningunni, hvers vegna eiga einungis 45% Danskra heimila eigið húsnæði? Hvers vegna mega 55% Dana ekki kaupa sér eign? Jú vegna þess að þeir fá ekki greiðslumat. Getur verið að þessir frábæru vextir sem Píratar, Samfylking og Viðreisn tala um séu ekki svona lágir eða ekki í boði fyrir alla? Það er nefnilega staðreynd að 30 ára húsnæðislán sem auglýst eru með föstum 1% vöxtum hjá dönskum bönkum eru einfaldlega dýrari en það er af því danskir bankar leggja ekki kostnað inn í vextina eins og á Íslandi, heldur leggja kostnaðinn eftir á ofan á og því er raunverulegur árlegur lántökukostnaður á ódýru húsnæðiláni milli 2,5% og 3,0% öll þessi 30 ár. Vissulega lægra en á hjá íslenskum bönkum en danskir bankar meta áhættu hjá dönskum húsnæðismarkaði minni þar sem það er einungis eigna- og tekjumeira fólk sem getur fest kaup á húsnæði. En stærsta hindrunin er hins vegar sú að afskaplega fáir Danir standast greiðslumat en þumalputta reglan er að lánsfjárhæðin er að hámarki þreföld árslaun að frátöldum öðrum lánum. Heimili með heildar mánaðalaun fyrir skatt upp á 600 þúsund íslenskar mætti því ekki kaupa dýrari eign en 21 miljón ef hún skuldaði ekkert fyrir. Þeir sem svo búa á landsbyggðinni í Danmörku fá síðan oft ekki 80% lán heldur einungis 60% og á einstaka svæðum fá bara ekki þessu lágu húsnæðislán. Hefðum við ekki slitið sambandi við Dani þá ætti helmingur íbúðareigenda á Íslandi ekki eigið húsnæði í dag og Íslendingar með laun undir meðaltekjum á Íslandi ættu því ekki kost á að kaupa sér húsnæði. Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir okkar afkomendur? Stefna Sósíalista, Pírata, Samfylkingu og Viðreisnar fyrir þessar kosningar er því að bjóða stærstum hluta þjóðarinnar fátæktargildru en hinum ríkari enn meira ríkidæmi. Við skulum því bara kalla Danmörk það sem hún er: Danmörk er sósíalískur draumur hinna efnameiri. Hafir þú þegar kosið þessa flokka getur þú alltaf farið og kosið aftur, það má ekki gerast að við látum þessa framtíð yfir okkur ganga. Er ekki nær að hjálpa fleirum að eignast sitt eigið húsnæði? Það gerum við ekki inn í ESB með þeirra gettóhverfi og lán sem eru bara í boði fyrir þá efnameiri. Höfundur er tæknifræðingur og verktaki í Danmörku. Einnig húsnæðiseigandi og því hluti 45% hópsins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun