Loftslagsboðorðin þrjú: Minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla Tinna Traustadóttir og Sólveig Kr. Bergmann skrifa 11. september 2021 12:00 Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Loftslagsboðorðin þrjú eru minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla. Og þau eru að miklu leyti á ábyrgð okkar sjálfra. Þau okkar sem geta gert meira verða að gera meira. Þar erum við Íslendingar í einstakri stöðu fyrir margra hluta sakir. Afgerandi hluti kolefnislosunar í heiminum er til kominn vegna brennslu jarðefnaeldsneytis: kola, olíu og jarðgass. Eldsneytis er þörf til að drífa bíla, skip og flugvélar og eins eru margar þjóðir háðar þessu eldsneyti til að framleiða raforku. Allt sem hægt er að gera til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er því skref í rétta átt. Grænasta ál í heimi Á Íslandi er nánast öll raforka unnin með sjálfbærum hætti úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að við erum vel í stakk búin til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn eða rafeldsneyti. En þessi sérstaða okkar þýðir líka að iðnaður af ýmsu tagi er með mun minna kolefnisfótspor hér á landi en annars staðar, vegna þess að raforkan er græn. Þetta á ekki síst við um iðnað sem krefst mikillar raforku. Inn í þann flokk fellur álframleiðsla. Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku. Álvinnsla er orkufrek og því er kolefnisfótspor álframleiðslu á heimsvísu hátt, vegna þess hvaðan raforkan kemur. Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. En álið er nauðsynlegt, því það gegnir lykilhlutverki í orkuskiptum og orkusparnaði í heiminum öllum. Með því að skipta út stáli fyrir ál í bílum og flugvélum eru farartækin gerð léttari og sparneytnari. Þau sem enn brenna jarðefnaeldsneyti þurfa minna af því og rafbílar úr áli drífa lengra en þyngri bifreiðar. Ál hefur einnig þann stóra kost að það er hægt að endurvinna það nær endalaust en um 75% af öllu áli sem unnið hefur verið frá upphafi er enn í notkun. Með því að framleiða græna, endurnýjanlega raforku og nota hana til að framleiða ál erum við í raun að leggja sama lóðið oft á vogarskálar loftslagsins. Hver hlekkur keðjunnar skiptir máli En það er gríðarlega mikilvægt í þessu sem öðru að láta ekki gott heita, heldur leita sífellt að leiðum til að bæta sig. Sem dæmi um slíkt er framleiðsluvara Norðuráls, Natur-AlTM. Við framleiðslu á Natur-Al áli er rýnt í alla virðiskeðjuna, frá því að báxít er grafið úr jörðu og þar til álið er komið í hendur viðskiptavinarins. Miðað við þá tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál á umhverfisvænni hátt. Norðurál og önnur íslensk álver eru þátttakendur í nokkrum verkefnum þ.á.m. CarbFix þar sem lausna er leitað til að draga enn frekar úr losun koldíoxíðs við álframleiðslu. Við framleiðsluna að baki Natur-Al fellur til fjórum sinnum minna koldíoxíð en að jafnaði í heiminum, eða um fjögur tonn af koldíoxíði á tonn af áli. Meðaltalið er 18 tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í Kína fer koldíoxíðmagnið í 20 tonn þegar álverin eru knúin með orku úr kolum. Grænt ál í rafbíla Viðtökurnar við Natur-Al hafa verið góðar. Norðurál gerði á þessu ári sölusamning við austurríska fyrirtækið Hammerer Aluminium Industries, um alls 150 þúsund tonn af Natur-Al, en álið verður notað við smíði rafbíla. Samningurinn vakti mikla athygli, enda um að ræða fyrsta langtímasamninginn um sölu á grænu áli í heiminum, og sýnir svart á hvítu aukinn áhuga stórra framleiðslufyrirtækja á grænu áli. Þetta gefur fyrirheit um að markaðurinn sé tilbúinn að greiða aukalega fyrir græna orku og græna framleiðslu. Áframvinnsla áls með grænni orku Önnur leið til að nýta grænu orkuna okkar betur er að vinna meiri og verðmætari vörur úr álinu sem framleitt er hér á landi. Í sumar var nýr raforkusamningur undirritaður milli Landsvirkjunar og Norðuráls, sem gerir Norðuráli kleift að ráðast í 15 milljarða fjárfestingaverkefni í tengslum við nýja framleiðslulínu í steypuskála þar sem framleiddar verða álstangir til þess að mæta mikilli eftirspurn frá viðskiptavinum í Evrópu. Álstangirnar verða svo nýttar í hinar ýmsu vörur eins og bíla, flugvélar, raftæki og byggingar. Þetta er áframvinnsla á álinu, en ekki aukning á álframleiðslu. Þetta er virðisaukandi, því álstangirnar eru verðmætari en hleifarnir sem steyptir eru í núverandi steypuskála. Með því að framleiða álstangirnar hér með endurnýjanlegri raforku í stað þess að senda hleifa erlendis, bræða þá þar og framleiða álstangir með annarri orku er einnig verið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Með þessu samstarfi Norðuráls og Landsvirkjunar er því verið að stuðla að því að meira af virði framleiðslunnar verði til á Íslandi og verði eftir á Íslandi okkur öllum og umhverfinu í hag. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Sólveig er yfirmaður samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tinna Traustadóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Loftslagsboðorðin þrjú eru minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla. Og þau eru að miklu leyti á ábyrgð okkar sjálfra. Þau okkar sem geta gert meira verða að gera meira. Þar erum við Íslendingar í einstakri stöðu fyrir margra hluta sakir. Afgerandi hluti kolefnislosunar í heiminum er til kominn vegna brennslu jarðefnaeldsneytis: kola, olíu og jarðgass. Eldsneytis er þörf til að drífa bíla, skip og flugvélar og eins eru margar þjóðir háðar þessu eldsneyti til að framleiða raforku. Allt sem hægt er að gera til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er því skref í rétta átt. Grænasta ál í heimi Á Íslandi er nánast öll raforka unnin með sjálfbærum hætti úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að við erum vel í stakk búin til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn eða rafeldsneyti. En þessi sérstaða okkar þýðir líka að iðnaður af ýmsu tagi er með mun minna kolefnisfótspor hér á landi en annars staðar, vegna þess að raforkan er græn. Þetta á ekki síst við um iðnað sem krefst mikillar raforku. Inn í þann flokk fellur álframleiðsla. Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku. Álvinnsla er orkufrek og því er kolefnisfótspor álframleiðslu á heimsvísu hátt, vegna þess hvaðan raforkan kemur. Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. En álið er nauðsynlegt, því það gegnir lykilhlutverki í orkuskiptum og orkusparnaði í heiminum öllum. Með því að skipta út stáli fyrir ál í bílum og flugvélum eru farartækin gerð léttari og sparneytnari. Þau sem enn brenna jarðefnaeldsneyti þurfa minna af því og rafbílar úr áli drífa lengra en þyngri bifreiðar. Ál hefur einnig þann stóra kost að það er hægt að endurvinna það nær endalaust en um 75% af öllu áli sem unnið hefur verið frá upphafi er enn í notkun. Með því að framleiða græna, endurnýjanlega raforku og nota hana til að framleiða ál erum við í raun að leggja sama lóðið oft á vogarskálar loftslagsins. Hver hlekkur keðjunnar skiptir máli En það er gríðarlega mikilvægt í þessu sem öðru að láta ekki gott heita, heldur leita sífellt að leiðum til að bæta sig. Sem dæmi um slíkt er framleiðsluvara Norðuráls, Natur-AlTM. Við framleiðslu á Natur-Al áli er rýnt í alla virðiskeðjuna, frá því að báxít er grafið úr jörðu og þar til álið er komið í hendur viðskiptavinarins. Miðað við þá tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál á umhverfisvænni hátt. Norðurál og önnur íslensk álver eru þátttakendur í nokkrum verkefnum þ.á.m. CarbFix þar sem lausna er leitað til að draga enn frekar úr losun koldíoxíðs við álframleiðslu. Við framleiðsluna að baki Natur-Al fellur til fjórum sinnum minna koldíoxíð en að jafnaði í heiminum, eða um fjögur tonn af koldíoxíði á tonn af áli. Meðaltalið er 18 tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í Kína fer koldíoxíðmagnið í 20 tonn þegar álverin eru knúin með orku úr kolum. Grænt ál í rafbíla Viðtökurnar við Natur-Al hafa verið góðar. Norðurál gerði á þessu ári sölusamning við austurríska fyrirtækið Hammerer Aluminium Industries, um alls 150 þúsund tonn af Natur-Al, en álið verður notað við smíði rafbíla. Samningurinn vakti mikla athygli, enda um að ræða fyrsta langtímasamninginn um sölu á grænu áli í heiminum, og sýnir svart á hvítu aukinn áhuga stórra framleiðslufyrirtækja á grænu áli. Þetta gefur fyrirheit um að markaðurinn sé tilbúinn að greiða aukalega fyrir græna orku og græna framleiðslu. Áframvinnsla áls með grænni orku Önnur leið til að nýta grænu orkuna okkar betur er að vinna meiri og verðmætari vörur úr álinu sem framleitt er hér á landi. Í sumar var nýr raforkusamningur undirritaður milli Landsvirkjunar og Norðuráls, sem gerir Norðuráli kleift að ráðast í 15 milljarða fjárfestingaverkefni í tengslum við nýja framleiðslulínu í steypuskála þar sem framleiddar verða álstangir til þess að mæta mikilli eftirspurn frá viðskiptavinum í Evrópu. Álstangirnar verða svo nýttar í hinar ýmsu vörur eins og bíla, flugvélar, raftæki og byggingar. Þetta er áframvinnsla á álinu, en ekki aukning á álframleiðslu. Þetta er virðisaukandi, því álstangirnar eru verðmætari en hleifarnir sem steyptir eru í núverandi steypuskála. Með því að framleiða álstangirnar hér með endurnýjanlegri raforku í stað þess að senda hleifa erlendis, bræða þá þar og framleiða álstangir með annarri orku er einnig verið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Með þessu samstarfi Norðuráls og Landsvirkjunar er því verið að stuðla að því að meira af virði framleiðslunnar verði til á Íslandi og verði eftir á Íslandi okkur öllum og umhverfinu í hag. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Sólveig er yfirmaður samskipta hjá Norðuráli.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar