Ýmsum ráðum beitt til að tryggja viðskiptavinum bílaleigubíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2021 20:30 Steingrímur Birgisson er forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Vísir/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir sumarið hafa verið framar vonum í útleigu bíla. Eftirspurnin hefur verið svo svo mikil að grípa hefur þurft til ýmissa ráða til að redda bílum fyrir viðskiptavini. Ferðaþjónustan renndi blint í sjóinn fyrir sumarið enda mikil óvissa vegna Covid-19 verið einkennandi lengi, bílaleigur voru þar engin undantekning. „Við gerðum okkur ekkert miklar væntingar fyrir sumarið. Reiknuðum með svipuðu og í fyrra 2020. Það leit þannig út lengi vel en svo um miðjan júní vaknaði þetta heldur betur til lífsins og sérstaklega Bandaríkjamarkaður. Evrópa kom svo seinnipartinn í júlí en já, bara framar vonum og getum ekki bara annað en verið ánægð með útkomuna,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Það hefur þó reynst erfitt að mæta eftirspurninni sem sprakk út í sumar „Þetta er búið að vera strembið. Það er engin launing. Bæði náttúrulega gerist þetta mjög hratt. Við vorum búin að undirbúa okkur gagnvart ráðningu á starfsfólki og innkaupum á bílum, miðað svipað ár og í fyrra,“ segir Steingrímur. Mikil vinna að redda bílum Þá hafa hafa orðið á afhendingu nýrra bíla og segir Steingrímur meðal annars að bílaleigan bíði nú eftir hundrað nýjum bílum, ekkert sé hins vegar vitað hvenær þeir skili sér á áfangastað. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna að bjarga bílum, redda bílum. Sumir hafa spurt mig hvort ég sé að fara að loka niður á bílasölu því að planið þar er tómt og þar var bara allt notað sem hægt var.“ Þetta sést meðal annars glögglega á bílaplani bílasölunnar Hölds á Akureyri, sem einnig er rekin af Steingrími og félögum. Þar er bílaplanið nánast tómt, fáir bílar til sölu, eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Þið hafið þá tekið alla bíla sem þið náðuð í? „Jájá, og nánast gott betur. Maður hefur samið við viðskiptavini að fara á tjónuðum bíl, eitthvað sem við erum ekki vön að gera en með samheltu átaki og skilningi, viðskiptavinir skilja þetta mjög vel að það er ekki alltaf hægt að fá bíla fyrirvaralaust eins og kannski hefur verið,“ segir Steingrímur. Og haustið lofar góðu. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, eins og september er að fara af stað. Við sjáum stutt fram í tímann því miður en ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.“ Ferðamennska á Íslandi Akureyri Bílaleigur Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ferðaþjónustan renndi blint í sjóinn fyrir sumarið enda mikil óvissa vegna Covid-19 verið einkennandi lengi, bílaleigur voru þar engin undantekning. „Við gerðum okkur ekkert miklar væntingar fyrir sumarið. Reiknuðum með svipuðu og í fyrra 2020. Það leit þannig út lengi vel en svo um miðjan júní vaknaði þetta heldur betur til lífsins og sérstaklega Bandaríkjamarkaður. Evrópa kom svo seinnipartinn í júlí en já, bara framar vonum og getum ekki bara annað en verið ánægð með útkomuna,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Það hefur þó reynst erfitt að mæta eftirspurninni sem sprakk út í sumar „Þetta er búið að vera strembið. Það er engin launing. Bæði náttúrulega gerist þetta mjög hratt. Við vorum búin að undirbúa okkur gagnvart ráðningu á starfsfólki og innkaupum á bílum, miðað svipað ár og í fyrra,“ segir Steingrímur. Mikil vinna að redda bílum Þá hafa hafa orðið á afhendingu nýrra bíla og segir Steingrímur meðal annars að bílaleigan bíði nú eftir hundrað nýjum bílum, ekkert sé hins vegar vitað hvenær þeir skili sér á áfangastað. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna að bjarga bílum, redda bílum. Sumir hafa spurt mig hvort ég sé að fara að loka niður á bílasölu því að planið þar er tómt og þar var bara allt notað sem hægt var.“ Þetta sést meðal annars glögglega á bílaplani bílasölunnar Hölds á Akureyri, sem einnig er rekin af Steingrími og félögum. Þar er bílaplanið nánast tómt, fáir bílar til sölu, eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Þið hafið þá tekið alla bíla sem þið náðuð í? „Jájá, og nánast gott betur. Maður hefur samið við viðskiptavini að fara á tjónuðum bíl, eitthvað sem við erum ekki vön að gera en með samheltu átaki og skilningi, viðskiptavinir skilja þetta mjög vel að það er ekki alltaf hægt að fá bíla fyrirvaralaust eins og kannski hefur verið,“ segir Steingrímur. Og haustið lofar góðu. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, eins og september er að fara af stað. Við sjáum stutt fram í tímann því miður en ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.“
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Bílaleigur Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01