Ýmsum ráðum beitt til að tryggja viðskiptavinum bílaleigubíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2021 20:30 Steingrímur Birgisson er forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Vísir/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir sumarið hafa verið framar vonum í útleigu bíla. Eftirspurnin hefur verið svo svo mikil að grípa hefur þurft til ýmissa ráða til að redda bílum fyrir viðskiptavini. Ferðaþjónustan renndi blint í sjóinn fyrir sumarið enda mikil óvissa vegna Covid-19 verið einkennandi lengi, bílaleigur voru þar engin undantekning. „Við gerðum okkur ekkert miklar væntingar fyrir sumarið. Reiknuðum með svipuðu og í fyrra 2020. Það leit þannig út lengi vel en svo um miðjan júní vaknaði þetta heldur betur til lífsins og sérstaklega Bandaríkjamarkaður. Evrópa kom svo seinnipartinn í júlí en já, bara framar vonum og getum ekki bara annað en verið ánægð með útkomuna,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Það hefur þó reynst erfitt að mæta eftirspurninni sem sprakk út í sumar „Þetta er búið að vera strembið. Það er engin launing. Bæði náttúrulega gerist þetta mjög hratt. Við vorum búin að undirbúa okkur gagnvart ráðningu á starfsfólki og innkaupum á bílum, miðað svipað ár og í fyrra,“ segir Steingrímur. Mikil vinna að redda bílum Þá hafa hafa orðið á afhendingu nýrra bíla og segir Steingrímur meðal annars að bílaleigan bíði nú eftir hundrað nýjum bílum, ekkert sé hins vegar vitað hvenær þeir skili sér á áfangastað. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna að bjarga bílum, redda bílum. Sumir hafa spurt mig hvort ég sé að fara að loka niður á bílasölu því að planið þar er tómt og þar var bara allt notað sem hægt var.“ Þetta sést meðal annars glögglega á bílaplani bílasölunnar Hölds á Akureyri, sem einnig er rekin af Steingrími og félögum. Þar er bílaplanið nánast tómt, fáir bílar til sölu, eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Þið hafið þá tekið alla bíla sem þið náðuð í? „Jájá, og nánast gott betur. Maður hefur samið við viðskiptavini að fara á tjónuðum bíl, eitthvað sem við erum ekki vön að gera en með samheltu átaki og skilningi, viðskiptavinir skilja þetta mjög vel að það er ekki alltaf hægt að fá bíla fyrirvaralaust eins og kannski hefur verið,“ segir Steingrímur. Og haustið lofar góðu. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, eins og september er að fara af stað. Við sjáum stutt fram í tímann því miður en ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.“ Ferðamennska á Íslandi Akureyri Bílaleigur Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Ferðaþjónustan renndi blint í sjóinn fyrir sumarið enda mikil óvissa vegna Covid-19 verið einkennandi lengi, bílaleigur voru þar engin undantekning. „Við gerðum okkur ekkert miklar væntingar fyrir sumarið. Reiknuðum með svipuðu og í fyrra 2020. Það leit þannig út lengi vel en svo um miðjan júní vaknaði þetta heldur betur til lífsins og sérstaklega Bandaríkjamarkaður. Evrópa kom svo seinnipartinn í júlí en já, bara framar vonum og getum ekki bara annað en verið ánægð með útkomuna,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Það hefur þó reynst erfitt að mæta eftirspurninni sem sprakk út í sumar „Þetta er búið að vera strembið. Það er engin launing. Bæði náttúrulega gerist þetta mjög hratt. Við vorum búin að undirbúa okkur gagnvart ráðningu á starfsfólki og innkaupum á bílum, miðað svipað ár og í fyrra,“ segir Steingrímur. Mikil vinna að redda bílum Þá hafa hafa orðið á afhendingu nýrra bíla og segir Steingrímur meðal annars að bílaleigan bíði nú eftir hundrað nýjum bílum, ekkert sé hins vegar vitað hvenær þeir skili sér á áfangastað. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna að bjarga bílum, redda bílum. Sumir hafa spurt mig hvort ég sé að fara að loka niður á bílasölu því að planið þar er tómt og þar var bara allt notað sem hægt var.“ Þetta sést meðal annars glögglega á bílaplani bílasölunnar Hölds á Akureyri, sem einnig er rekin af Steingrími og félögum. Þar er bílaplanið nánast tómt, fáir bílar til sölu, eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Þið hafið þá tekið alla bíla sem þið náðuð í? „Jájá, og nánast gott betur. Maður hefur samið við viðskiptavini að fara á tjónuðum bíl, eitthvað sem við erum ekki vön að gera en með samheltu átaki og skilningi, viðskiptavinir skilja þetta mjög vel að það er ekki alltaf hægt að fá bíla fyrirvaralaust eins og kannski hefur verið,“ segir Steingrímur. Og haustið lofar góðu. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, eins og september er að fara af stað. Við sjáum stutt fram í tímann því miður en ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.“
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Bílaleigur Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01