Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2021 19:21 Það kemur í ljós á kjördag hinn 25. september hvort framboð flokka er meira en eftirspurn kjósenda en allt að ellefu flokkar og framboð gætu náð fulltrúum á þing í komandi kosningum. Stöð 2/Egill Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51
Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16