Allt að 143 prósenta verðmunur í verðkönnun ASÍ Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 15:25 Bónus var oftast með lægstu verðin. Vísir/Vilhelm Bónus var oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru. Iceland var oftast með hæsta verðið. Bónus var með lægsta verðið í 94 tilvikum en Krónan næst oftast eða í 12 tilvikum. Iceland var með hæsta verðið í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum. Könnunin fór fram þann 8. september. Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135 en í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur. Munaði mestu í frystivörum Mikill verðmunur var í flokki frystivara eða 38 til 143%. Mest var 143% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnum jarðarberjum en þá var lægsta verðið í Bónus eða 498 kr/kg en hæst í Heimkaup eða 1.209 kr/kg. Allt að 105% verðmunur var á brauð- og kornvöru og var mestur verðmunur á Jacob‘s tekexi eða 105%. Þar var verðið aftur lægst í Bónus og hæst í Heimkaup. Skoða má niðurstöður könnunarinnar hér fyrir neðan en hægt er að velja milli vöruflokka fyrir ofan töfluna. Kjöt- og fiskvörur vega þungt í vörukörfu margra og geta verið nokkuð dýrar í innkaupum en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokki í könnuninni. Þannig var 69% eða 900 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum þorskbitum, lægst var verðið í Krónunni, 1.299 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 2.199 kr. Einnig var mikill verðmunur á lambakjöti eða 50% munur á hæsta og lægsta verði á heilu, frosnu og ókrydduðu lambalæri. Lægst var verðið í Bónus, 1.198 kr/kg, en hæst í Fjarðarkaupum, 1.798 kr/kg. Í könnuninni var hilluverð á 135 vörum skráð niður. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu var hann tekinn til greina. Nánar er fjallað um könnunina á vef ASÍ. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mosfellsbæ, Bónus Smáratorgi, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Að sögn verðlagseftirlits ASÍ er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Tengdar fréttir Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53 Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bónus var með lægsta verðið í 94 tilvikum en Krónan næst oftast eða í 12 tilvikum. Iceland var með hæsta verðið í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum. Könnunin fór fram þann 8. september. Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135 en í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur. Munaði mestu í frystivörum Mikill verðmunur var í flokki frystivara eða 38 til 143%. Mest var 143% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnum jarðarberjum en þá var lægsta verðið í Bónus eða 498 kr/kg en hæst í Heimkaup eða 1.209 kr/kg. Allt að 105% verðmunur var á brauð- og kornvöru og var mestur verðmunur á Jacob‘s tekexi eða 105%. Þar var verðið aftur lægst í Bónus og hæst í Heimkaup. Skoða má niðurstöður könnunarinnar hér fyrir neðan en hægt er að velja milli vöruflokka fyrir ofan töfluna. Kjöt- og fiskvörur vega þungt í vörukörfu margra og geta verið nokkuð dýrar í innkaupum en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokki í könnuninni. Þannig var 69% eða 900 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum þorskbitum, lægst var verðið í Krónunni, 1.299 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 2.199 kr. Einnig var mikill verðmunur á lambakjöti eða 50% munur á hæsta og lægsta verði á heilu, frosnu og ókrydduðu lambalæri. Lægst var verðið í Bónus, 1.198 kr/kg, en hæst í Fjarðarkaupum, 1.798 kr/kg. Í könnuninni var hilluverð á 135 vörum skráð niður. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu var hann tekinn til greina. Nánar er fjallað um könnunina á vef ASÍ. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mosfellsbæ, Bónus Smáratorgi, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Að sögn verðlagseftirlits ASÍ er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Tengdar fréttir Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53 Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53
Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47