Eru sjómenn annars flokks? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 10. september 2021 12:00 Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar