Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór fékk 3.508 atkvæði á móti 3.326 atkvæðum Áslaugar Örnu í baráttunni um fyrsta sætið í Reykjavík. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira