Þórólfur vill fara hægt í afléttingar Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 15:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum. Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07
Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21