Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2021 11:52 Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að stjórnmálamenn hljóti og verði að átta sig á því að án blaðamennsku sé tómt mál að tala um upplýsta afstöðu og þá er lýðræðið komið út í móa. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“ Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01
Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24