Hóta stjórnarslitum verði útgöngusamningnum ekki breytt Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 12:08 Jeffrey Donaldson tók við sem leiðtogi DUP í sumar. AP/Peter Morrison Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi. Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda. Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda.
Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira