Hóta stjórnarslitum verði útgöngusamningnum ekki breytt Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 12:08 Jeffrey Donaldson tók við sem leiðtogi DUP í sumar. AP/Peter Morrison Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi. Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda. Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda.
Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira