Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 22:50 James Webb-geimsjónaukinn samsettur og tilbúinn fyrir geimförina. Hann verður brotinn saman eins og á myndinni á meðan á ferðalaginu stendur en á áfangastað verður breitt úr risavöxnum speglinum. NASA/Chris Gunn Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans (JWST) hefur ítrekað verið frestað í gegnum tíðina, síðast árið 2018 en til stóð að senda hann á loft í júní það ár. Smíði sjónaukans hefur farið vel fram úr kostnaðaráætlunum og nemur kostnaðurinn vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Sjónaukanum verður skotið á loft með Arianne 5-eldflaug frá Frönsku Gvæjönu 18. desember. Til stendur að flytja hann þangað fyrir lok þessa mánaðar. Áfangastaður hans er svonefndur Lagrange-punktur 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Skýringarmynd evrópsku geimstofnunarinnar ESA um ferð James Webb-geimsjónaukans að Lagrange-punkti 2.Evrópska geimstofnunin (ESA) JWST verður öflugasti geimsjónaukinn til þessa. Spegill hans er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, er JWST hannaður til að skoða alheiminn í innrauðu ljósi. Það gerir honum kleift að píra í gegnum stjörnuþokur þar sem stjörnur og sólkerfi fæðast, varpa ljósi á efnasamsetningu andrúmslofts fjarreikistjarna og skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 „Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02
„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. 24. apríl 2020 16:23
NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40