Innlent

Bein útsending: Framtíð nýsköpunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sex af þeim sem kom fram á málþinginu í dag.
Sex af þeim sem kom fram á málþinginu í dag.

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry.

Málþingið er það fyrsta í þriggja málþingaröð Alvotech og Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina: The future of innovation: How Academia and Industry can create value together.

Málþingið verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16.

Þetta er í fyrsta sinn sem málþing á sviði líftækni lyfjaþróunar er haldið hér á landi og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpa þingið.

Meðal framsögumanna er Lars Lanfelt, Senior prófessor hjá Uppsala University (Geriatrics) og meðlimur Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar, Matthias Uhlén prófessor við the Royal Institute of Technology og Karolinska Institutet í Svíþjóð og Technical University í Danmörku og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar.

Fundarstjóri er Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan.

Hér að neðan má sjá dagskrána.

Dagskráin á málþinginu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×