Innlent

Tekinn með hníf á lofti í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn sem handtóku mann sem var grunaðir um að skemma bíla máttu þola hótanir í dag. Myndin er úr safni.
Lögreglumenn sem handtóku mann sem var grunaðir um að skemma bíla máttu þola hótanir í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem tilkynnt var um að hefði verið með hníf á lofti í Hafnarfirði í dag. Hann var færður í fangaklefa.

Ekki komu fram frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglunnar í kvöld. Í henni sagði einnig frá því að maður sem tilkynnt var um að hefði skemmt bifreiðar í Breiðholti hefði brugðist illa við afskiptum lögreglumanna. 

Hann hafi hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi þegar þeir handtóku hann. Sá maður var einnig vistaður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×