Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 21:00 Frá Skaftárhlaupinu árið 2018. Hlaupvatn komið að hringveginum um Eldhraun. Einar Árnason Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49