Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 21:00 Frá Skaftárhlaupinu árið 2018. Hlaupvatn komið að hringveginum um Eldhraun. Einar Árnason Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49