Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þingrof Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2021 19:22 Frá setningu Alþingis síðasta haust. vísir/vilhelm Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum. Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira