Sýnidæmi KSÍ um þöggunarmenningu Halldór Auðar Svansson skrifar 6. september 2021 09:30 Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar