Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Snorri Másson skrifar 5. september 2021 20:01 Ragnar Axelsson flaug yfir Skaftá í gær og myndaði úr lofti. Vísir/RAX Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07