Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 21:00 Svandís Svavarsdóttir við skóflustungu á nýju rannsóknahúsi Landspítala á Hringbraut. Stöð 2/Einar Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira