Á heimavist alla ævi? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 4. september 2021 10:01 Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Húsnæðismál Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun