Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju rannsóknahúsi ásamt Páli Matthíassyni, Unni Brá Konráðsdóttur og Jóni Atla Benediktssyni í dag. Stöð 2/Einar Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans. Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58