Níu þúsund einkamál höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:05 Þúsundir málanna snúa að meintum brotum presta og átta biskupsdæmi í New York hafa þegar lýst gjaldþroti sökum þeirra fjárhagslegu byrða sem brot hafa valdið þeim. epa/Justin Lane Um 9.000 einkamál hafa verið höfðuð vegna kynferðisofbeldis eftir að löggjafinn í New York ákvað að opna tveggja ára glugga þar sem þolendur gætu sótt rétt sinn jafnvel þótt fyrningarfrestur mála þeirra væri liðinn. Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira