Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 17:10 Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að halda sér í deild þeirra bestu á markatölu. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. Gestirnir að norðan mættu grimmari til leiks og voru mun líklegri til að finna opnunarmark leiksins. Það skilaði sér loksins á 24. mínútu þegar að þær tóku hornspyrnu og eftir mikinn atgang í teignum náði Laura-Roxana Rus að skófla boltanum yfir línuna og koma Tindastól í 1-0. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir fyrsta markið og Selfyssingar komust betur inn í leikinn. Það voru þó gestirnir sem voru líklegri til að bæta við öðru marki leiksins og fengu allaveg tvö góð færi til þess. Ekki vildi boltinn þó inn og staðan því 1-0 þegar að gengið var til búingsherbergja. Heimakonur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og stjórnuðu spilinu nokkuð vel. Þær áttu þó í stökustu vandræðum með að skapa sér færi lengst af, en vörn gestanna var þétt og Amber Kristin Michel var örugg í sínum aðgerðum í marki Tindastóls. Það voru svo gestirnir sem að skoruðu annað mark leiksins þegar að Murielle Tiernan átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga á 82. mínútu, beint í hlaupaleið varamannsins Aldísar Maríu Jóhannsdóttur sem kláraði færið vel ein á móti markmanni. Selfyssingar gáfust þó ekki upp og þrem mínútum síðar fengu þær þrjár hornspyrnur í röð. Sú þriðja var tekin stutt og Anna María Friðgeirsdóttir keyrði inn á teig gestanna og gaf boltann fyrir. Nadejda Colesnicenco setti löppina fyrir en varð fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net og staðan því 2-1 þegar stutt var eftir af leiknum. Heimakonur sóttu stíft á lokamínútunum, en á níundu mínútu uppbótartíma var þeim refsað. Aldís María var þá allt í einu sloppin ein í gegn í annað skiptið á stuttum tíma og kláraði leikinn af miklu öryggi. Lokatölur því 3-1, og Tindastóll er enn á lífi í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina. Af hverju vann Tindastóll? Gestirnir að norðan mættu ákveðnari til leiks og það var augljóst að það var miklu meira undir fyrir þær í þessum leik. Þær lokuðu vel á sóknaraðgerðir Selfyssinga þegar að þær fóru að færa sig framar á völlinn og áttu sigurinn skilið. Hverjar stóðu upp úr? Aldís María átti flotta innkomu í liði Tindastóls og skoraði mörkin tvö sem skildu liðin að. Eins og fram kom áðan var varnarlína Tindastóls líka örugg í sínum aðgerðum og Amber sópaði upp það sem kom til hennar í markinu. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk illa að skapa sér færi lengst af. Þær sóttu mikið upp miðjan völlinn og nýttu sér kantana ekki nægilega vel til að teygja á vörn gestanna. Hvað gerist næst? Selfyssingar heimsækja Valskonur næsta föstudag þar sem að Valur tekur á móti Íslandsmeistaratitlinum. Það kemur því í hlut Selfyssinga að reyna að skemma það partý. Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn eftir viku í leik upp á líf og dauða. Ekkert minna en sigur dugar Tindastól, og hann þarf helst að vera stór til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Alfreð: Við hefðum þurft að vera aðeins áræðnari Alfreð Elías stýrði Selfyssingum í seinasta skipti á heimavelli í dag. Hann hefði að sjálfsögðu vilja sjá sigur í þessum tímamóta leik.vísir/hulda „Ég er náttúrulega aldrei sáttur með að tapa,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfyssinga, eftir tapið í dag. „Þetta var erfiður leikur að spila, þær settu leikinn vel upp og spiluðu á sínum styrkleikum sem eru klárlega föst leikatriði og þetta bara virkaði hjá þeim. Við áttum í basli með þær og vorum ekki að koma okkur í ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum. Þetta var bara svolítið stöngin út.“ Eins og Alfreð talaði um áttu Selfyssingar í miklum vandræðum með að skapa sér færi lengst af. Hann segir að liðið hafi ekki nýtt sér kantana nægilega vel til að opna vörn Tindastóls. „Við hefðum þurft að vera aðeins áræðnari og nota kantana aðeins betur. Við vorum mikið að fara upp miðjuna þar sem að þær voru þéttar og margar. Þegar við spiluðum upp kantana vorum við að koma okkur í góð færi en þetta er bara stundum svona. Þetta var ekki okkar besti leikur en bara vel gert hjá Tindastól.“ Selfyssingar mæta Valskonum í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar næsta föstudag. Fyrir leik dagsins áttu Selfyssingar möguleika á þriðja sæti deildarinnar, en úrslit dagsins þýða að sá mögueliki er farinn. Alfreð segir það þó mikilvægt að enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við reynum að fara í alla leiki til að vinna og Valur er verðurgt verkefni. Þær eru að fara að lyfta Íslandsmeistaratitlinum og fullt „credit“ á þær. En við ætlum að gefa þeim leik og fáum góðan síðasta leik þarna á föstudaginn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll
Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. Gestirnir að norðan mættu grimmari til leiks og voru mun líklegri til að finna opnunarmark leiksins. Það skilaði sér loksins á 24. mínútu þegar að þær tóku hornspyrnu og eftir mikinn atgang í teignum náði Laura-Roxana Rus að skófla boltanum yfir línuna og koma Tindastól í 1-0. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir fyrsta markið og Selfyssingar komust betur inn í leikinn. Það voru þó gestirnir sem voru líklegri til að bæta við öðru marki leiksins og fengu allaveg tvö góð færi til þess. Ekki vildi boltinn þó inn og staðan því 1-0 þegar að gengið var til búingsherbergja. Heimakonur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og stjórnuðu spilinu nokkuð vel. Þær áttu þó í stökustu vandræðum með að skapa sér færi lengst af, en vörn gestanna var þétt og Amber Kristin Michel var örugg í sínum aðgerðum í marki Tindastóls. Það voru svo gestirnir sem að skoruðu annað mark leiksins þegar að Murielle Tiernan átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga á 82. mínútu, beint í hlaupaleið varamannsins Aldísar Maríu Jóhannsdóttur sem kláraði færið vel ein á móti markmanni. Selfyssingar gáfust þó ekki upp og þrem mínútum síðar fengu þær þrjár hornspyrnur í röð. Sú þriðja var tekin stutt og Anna María Friðgeirsdóttir keyrði inn á teig gestanna og gaf boltann fyrir. Nadejda Colesnicenco setti löppina fyrir en varð fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net og staðan því 2-1 þegar stutt var eftir af leiknum. Heimakonur sóttu stíft á lokamínútunum, en á níundu mínútu uppbótartíma var þeim refsað. Aldís María var þá allt í einu sloppin ein í gegn í annað skiptið á stuttum tíma og kláraði leikinn af miklu öryggi. Lokatölur því 3-1, og Tindastóll er enn á lífi í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina. Af hverju vann Tindastóll? Gestirnir að norðan mættu ákveðnari til leiks og það var augljóst að það var miklu meira undir fyrir þær í þessum leik. Þær lokuðu vel á sóknaraðgerðir Selfyssinga þegar að þær fóru að færa sig framar á völlinn og áttu sigurinn skilið. Hverjar stóðu upp úr? Aldís María átti flotta innkomu í liði Tindastóls og skoraði mörkin tvö sem skildu liðin að. Eins og fram kom áðan var varnarlína Tindastóls líka örugg í sínum aðgerðum og Amber sópaði upp það sem kom til hennar í markinu. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk illa að skapa sér færi lengst af. Þær sóttu mikið upp miðjan völlinn og nýttu sér kantana ekki nægilega vel til að teygja á vörn gestanna. Hvað gerist næst? Selfyssingar heimsækja Valskonur næsta föstudag þar sem að Valur tekur á móti Íslandsmeistaratitlinum. Það kemur því í hlut Selfyssinga að reyna að skemma það partý. Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn eftir viku í leik upp á líf og dauða. Ekkert minna en sigur dugar Tindastól, og hann þarf helst að vera stór til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Alfreð: Við hefðum þurft að vera aðeins áræðnari Alfreð Elías stýrði Selfyssingum í seinasta skipti á heimavelli í dag. Hann hefði að sjálfsögðu vilja sjá sigur í þessum tímamóta leik.vísir/hulda „Ég er náttúrulega aldrei sáttur með að tapa,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfyssinga, eftir tapið í dag. „Þetta var erfiður leikur að spila, þær settu leikinn vel upp og spiluðu á sínum styrkleikum sem eru klárlega föst leikatriði og þetta bara virkaði hjá þeim. Við áttum í basli með þær og vorum ekki að koma okkur í ákjósanlegar stöður framarlega á vellinum. Þetta var bara svolítið stöngin út.“ Eins og Alfreð talaði um áttu Selfyssingar í miklum vandræðum með að skapa sér færi lengst af. Hann segir að liðið hafi ekki nýtt sér kantana nægilega vel til að opna vörn Tindastóls. „Við hefðum þurft að vera aðeins áræðnari og nota kantana aðeins betur. Við vorum mikið að fara upp miðjuna þar sem að þær voru þéttar og margar. Þegar við spiluðum upp kantana vorum við að koma okkur í góð færi en þetta er bara stundum svona. Þetta var ekki okkar besti leikur en bara vel gert hjá Tindastól.“ Selfyssingar mæta Valskonum í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar næsta föstudag. Fyrir leik dagsins áttu Selfyssingar möguleika á þriðja sæti deildarinnar, en úrslit dagsins þýða að sá mögueliki er farinn. Alfreð segir það þó mikilvægt að enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við reynum að fara í alla leiki til að vinna og Valur er verðurgt verkefni. Þær eru að fara að lyfta Íslandsmeistaratitlinum og fullt „credit“ á þær. En við ætlum að gefa þeim leik og fáum góðan síðasta leik þarna á föstudaginn.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti