Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 22:44 Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu. Egill Aðalsteinsson Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið. Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015: Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015:
Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15