Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 22:44 Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu. Egill Aðalsteinsson Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið. Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015: Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015:
Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15