Viðskipti innlent

Selja hlut sinn í P/F Magn fyrir tíu milljarða króna

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs. Vísir/Vilhelm

Stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að hefja einkaviðræður við Sp/f Orkufelagið um sölu á öllu hlutafé í P/F Magn, dótturfélagi Skeljungs á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Sp/f Orkufelagið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi til Kauphallarinnar en reiknað er með að sölunni ljúki í nóvember.

Leiði viðræður til sölu nemur vænt heildarsöluverð 12,3 milljörðum króna en frá því dragast yfirteknar skuldir, kostnaður við söluna og aðrar leiðréttingar úr fjárhag. Söluverð hlutafjárins myndi nema um 10 milljarðar króna að teknu tilliti til framangreinds og er það 6,2 milljarðar króna hærra en bókfært verð eignarhlutarins.

Orkufelagið er félag undir forystu Ben Arabo, Teitur Poulsen og Tommy Næs Djurhuus.

„Heildartekjur Magn á fyrri árshelmingi 2021 námu 8.627 milljónum króna og heildartekjur samstæðunnar voru 22.667 milljónir króna. EBITDA P/F Magn á fyrri árshelmingi 2021 nam 929 milljónum króna en EBITDA samstæðunnar nam 1.584 milljónum króna.

Möguleg sala P/F Magn er háð samþykki hluthafafundar Skeljungs sem og öðrum skilyrðum sem aðilar kunna að setja,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×