Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 11:49 Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu í gærkvöldi. Nýja brúin til vinstri, sú gamla til hægri. Egill Aðalsteinsson Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn: Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn:
Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56
Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30