Ólympíuleikarnir og aðstaða frjálsíþróttafólks í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. september 2021 12:02 Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti. Áfram heldur veislan þar sem Paralympics fara fram í Tókýó núna. Alls taka sex íslenskir keppendur þátt í leikunum og eru fimm þeirra að taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með okkar fólki þar. Gerum betur fyrir afreksfólk Ég dáist oft að okkur Íslendingum, við skörum framúr í svo mörgu. Hvort sem það er íþróttafólkið okkar, listamenn eða vísindamenn. Við einfaldlega skörum fram úr á flestum sviðum, hvaða önnur smáþjóð getur státað af því. Það er þó ekki sjálfgefið og þessum frjóa jarðvegi þarf að hlúa að. Það má gera svo miklu betur fyrir afreksfólkið okkar sem gjarnan fjármagnar sig með mikilli vinnu og sölu á ýmsum varningi til þess að standa undir kostnaði við æfingar og keppnisferðir. Mikil og réttmæt umræða hefur skapast í kringum ólympíuleikanna vegna keppnisfólksins okkar og hvernig þau fjármagna sig, þar verður að gera betur. Stóra málið er þó annað og mun alvarlegra, það er aðstöðuleysi. Verðum að bæta aðstöðuna í Reykjavík Því miður er það þannig að ekki hefur allt íþróttafólk í Reykjavík aðstöðu sem hentar til æfinga. Þar verður að gera betur strax, ljóst er að við höldum ekki áfram að eignast afreksfólk nema við höfum aðstöðu sem hentar til æfinga. Nefna má að frjálsíþróttafólk hefur ekki haft hlaupabraut utandyra til að keppa á í Reykjavík í þrjú ár, vegna skemmda á Laugardalsvelli. Vellinum deilir frjálsíþróttafólk síðan með fótboltahreyfingunni og verður að víkja þegar KSÍ þarf að nýta völlinn. Bent er á að frjálsíþróttafólk eigi keppnishöll og geti því æft innandyra allan ársins hring. Ef það væri nú bara svo gott. Keppnishöllin er líka sýningarhöll og er mjög vinsæl sem slík. Þannig verður frjálsíþróttafólk að víkja úr höllinni þegar hún er bókuð. Ef skoðaðar eru bókanir fram á næsta ár þá má sjá að mikið er bókað og því getur frjálsíþróttafólk takmarkað æft þar. Það er mikilvægt að frjálsíþróttafólk fái góða aðstöðu þar sem hægt er að treysta því að hægt sé að æfa alla daga vikunnar án þess að þurfa að víkja. Aðstöðu sem hægt er að nýta til mótahalda jafnt Íslenskra sem og erlendra móta. Við verðum að gera betur fyrir frjálsíþróttafólk í Reykjavík setja metnað í uppbyggingu og tryggja það að frjálsar íþróttir muni lifa. Ef ekkert verður gert og frjálsíþróttafólk verður ekki sett í fyrsta sætið þegar kemur að æfingaaðstöðu þá munum við ekki eiga frjálsíþróttafólk mikið lengur hér í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun